Sandkoli á flugu

Fór í Breiðdalsá að veiða bleikju um helgina ásamt góðum hópi manna.

Þetta var nú enginn frægðarför enda er gríðarlegur samdráttur í bleikjunni þarna núna, við fengum ekki nema 1 bleikju 2 urriða og 1 sandkola á þessar 6 stangir.

Sandkolinn kom á kúluhaus nr.8 með rauðum búk og væng úr hárum af tíkinni minni og hefur þessi fluga að sjálfsögðu fengið nafnið skjaldapadda.

Annars var veðrið nú ekki að hjálpa okkur var ágætt á föstudaginn og fram eftir laugardeginum en síðan var rok og rigning og eyddum við mestum tíma í þessu frábæra veiðihúsi sem þarna er og spjölluðum við Súdda en hann er hluti af innréttingunni í Breiðdalnum og gerði ferðina enþá skemtilegri.

 kv.gu


Lítið í Soginu

Fór í Sogið á Ásgarðssvæðið ásamt fleirum síðasta þriðjudag. þetta var enginn frægðarför og fengum við engan fisk og reyndar er ekki búið að skrifa einn einasta fisk í bókina í háa herrans tíð.

kv.gu


Flott próf

Nú er ég montinn.

Við padda fórum og tókum þátt í veiðiprófi í gær við tjarnarhóla á Mosfellsheiðinni.

Paddan stóð sig allveg frábærlega og fékk 1 einkunn og var valinn besti hundur í byrjendaflokki.

Ég vil óska öllum sem fengu einkunn í gær og sérstaklega Sigurmoni m Hreinsyni með montanus     IS09629/06  sem var besti hundur í opnum flokki og Ingibergi þorvaldssyni með Kolkuós Frú IS07867/04  sem var valinn besti hundur í úrvalsflokki.

P5190027

gu.


Eingöngu Veiðar

Ég hef ákveðið að tala eingöngu um skot og stangveiði á þessu bloggi.

þótt ég verði oft æstur yfir allskonar þjóðfélagsmálum og pólitík þá er nóg af fólki sem einbeitir sér að því en hinsvegar vantar að menn tjái sig um áhugamálin og þá sértaklega skot og stangveiði sem eru að sjálfsögðu áhugamál áhugamálanna

 gu


Er himnaríki niðrí Selvogi ?

Við Eggert bróðir og Nenni frændi áttum dag í Hlíðarvatni í selvogi síðasta miðvikudag.

Við vorum mættir um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn í allveg hreint frábæru veðri og hef ég ekki á öllum þeim 9 eða 10 árum síðan ég byrjaði að stunda vatnið verið þar í jafn góðu veðri, þetta vatn hefur nefnilega þann galla eða kost eftir því hvernig á það er litið, að það er mjög sjaldan logn þarna.

Við Padda höfðum ákveðið það á leiðinni niðureftir að fara ekkert að veiða um kvöldið heldur eyða því í að hnýta flugur og þefa af framandi þúfum í kringum húsið, það hefur nefnilega alltaf reynst mér heldur illa að veiða á kvöldin í Hlíðarvatni.

þegar við vorum búinn að koma okkur fyrir í Árlikshúsinu og gera allt klárt þá einfaldlega stóðst ég ekki mátið vegna veðurs, og ákvað að ég yrði að gera mér að góðu það sem ég átti í boxinu og fara að veiða.

Ég skipaði Pöddunni inn í bíl og tók fjarkan sem konan mín fékk í afmælisgjöf í vetur og rölti niður í Botnavíkina, þegar ég kom fram á grýtta tangan beint niður af húsinu blasti við mér allveg ótrúlega tært vatn lognið var algert og það fyrsta sem ég sá var 3-5 punda bleikja stem styggðist mig og dólaði sér frá landi  og eitthvað út í víkina. Þetta kvöld sá ég að það er tóm della sem sumir segja að bleikjan sé ekki komin inn í víkina svona snemma í maí allavega var hún þarna núna og sá ég margar en þessi stóra var alltaf að koma og kíkja upp á grýtta botnin við tangan en styggðist mig  jafnóðum og forðaði sé út á víkina.

Ég komst að því að Níelsen fjarkinn sem konan mín fékk í afmælisgjöf í vetur er allveg afbragðs verkfæri og á meðan ég var að kasta fyrstu köstunum þá hvalraði að mér að sá sem gaf henni stöngina hafi vitað að þetta var einmitt stöngin sem mig vantar í bleikjuveiðina.  

Ekki tókst mér að setja í fisk á tanganum og ákvað að færa mig út á skollapollana og prufa hvort eitthvað væri að gefa sig þar en skollapollarnir (eða bollarnir er ekki klár á hvort er réttara) eru eithvert allra skemtilegasta veiðisvæði sem ég hef komist í þar má vaða út á grunn sem er ansi víðfemt og síðan getur maður kastað í allar áttir og er möguleiki að setja í fisk þarna allstaðar í pollum sem eru þarna um allt og eins getur maður kastað út á djúpa vatnið í áttina að réttarnesinu.

það var þarna sem mér datt í hug að þessi staður væri ekki allveg þessa heims lognið var algert, maður var stanslaust að sjá fiska allt um kring og maður heyrði hvert einasta murr í fuglunum um allt vatnið en þær andartegundir sem ég sá á vatninu þennan sólarhring sem ég var þarna voru sennilega á annan tuginn auk þess sem ég fékk tvo Himbrima upp aðeins örfáa metra frá mér´en himbrimi er sennileg einn allra fallegasti fugl sem hægt er að sjá í Íslenskri náttúru.

Ég veit ekki hvað klukkan var þegar ég áttaði mig á að ég var í tómum vandræðum með að hitta í gatið á flugunni sem ég ætlaði að setja undir vegna þess hversu dimmt var orðið og ákvað ég þess vegna að hætta og koma mér í hús, Eggert og Nenni komu rétt á eftir mér og höfðu fengið 5-6 fiska einn í kaldósnum og hina í einhverri vík utan við kaldós en ég hafði ekki fengið neitt frekar enn önnur kvöld í hlíðarvatni.

Við vöknuðum um 7 leytið morguninn eftir allveg stálslegnir þrátt fyrir að hafa skálað fyrir aflanum kvöldið áður. Mig langaði í Hlíðareynna en þar voru komnir menn þannig að ég rölti bara aftur niðureftir og var þar fram undir hádegi nú var mun minna að sjá í Botnavíkinni og allt eitthvað líflaust en svoleiðis er þetta stundum í vatninu.

Eftir hádegi þvældumst við hingað og þangað þangað til ég kom á mölina þar byrjaði ég á nokkrum æfingum fyrir pödduna sóttum nokkur dummy í frjálsri leit tókum eitt eða tvö blint og síðan nokkur út í vatn en það hefur verið smá ágreiningur hjá okkur um hvenær hún má sleppa og hrista sig eftir að hún kemur upp úr vatni og vona ég að það leysist fyrir næsta veiðipróf.

Nú fór ég og kastaði á mölinni þar varð ég fljótlega var við fiska en var í tómum vandræðum með línuna þar sem paddan vildi helst synda í hringi í kringum mig á meðan ég var að draga en það er ekkert gott að kasta með labrador hund flæktan í línunni en fljótlega nenti hún ekki að synda lengur og fór að kíkja á þúfur uppi í tóftunum fyrir ofan mölina. Allt í einu setti ég í fisk og landaði fljótlega ca.300 gramma bleikju en á meðan ég dró hana áttaði ég mig á því að þetta var fyrsti fiskurinn sem ég næ að landa í sumar þrátt fyrir að hafa farið 3-4 ferðir í bleikju.

Við enduðum síðan úti í Hlýðarey en þar varð ég ekki var þrátt fyrir að aðrir væru að fá ágætt, Ég hef sennilega aldrei veitt jafn illa í Hlíðarvatni en líklega er þetta skemtilegasta ferðin sem ég hef farið þarna en það gerði veðrið á þriðjudagskvöldinu þetta eru skilyrði sem maður upplifir ekki oft um æfina.

gu


Okrið gekk fram af mér

Ég er einn af þeim heppnu sem fengu úthlutað hreindýraleyfi í haust fékk reyndar tarf á svæði 2. Ég er búinn að hlakka mikið til og er alltaf að reikna út í huganum hvað er langt þangaðtil og svo er maður daglega að skipuleggja í huganum hvernig þetta muni allt ganga fyrir sig.

En viti menn, um daginn heyrði ég á tal tveggja manna sem voru að ræða um hverslags okur þetta sé hérna og að þeir væru búnir að kaupa sér margra daga veiðiferð erlendis fyrir minni pening en ég þarf að borga fyrir þessa ferð austur að sækja einn hreindýrstarf því þetta er í raun mjög auðveld veiði.

Ég ákvað að fara að kanna málin og kynna mér hvað er í boði og komst að því að það er til fullt af framandi og skemtilegri skotveiði erlendis og allveg án þess að dýrin sem skotin eru séu verðlögð eins og um gull sé að ræða.

Þrátt fyrir að vera Búinn að greiða staðfestingagjald upp á 27750 kr. ákvað ég að hætta við hreindýrið og skella mér í 6 daga ferð á villisvína veiðar í Póllandi fyrir ca 30-50 þús meira en ég hefði þurft að leggja út fyrir þessu eina Hreindýri hér heima.

Ég hef reyndar ákveðið að taka ekki þátt í þessu veiðileyfa okri hér heima lengur menn eru farnir að greiða jafn mikið fyrir að veiða 4 punda lax titti í 3 daga hér heima eins og kostar að fara í 5 dag mun ævintíralegri ferðir til Rússlands að veiða mikið stærri fisk.

Hér eftir lætur maður sér duga silungsveiði og húslaus laxveiði.

kv.gu

 


Svartfugl

Við Padda skelltum okkur í svartfugl í gær með Eggerti bróðir.

 þetta var fínn túr fórum út frá Snarfarahöfn um 11 leytið í gærmorgun héldum vestur á syðrahraun komum í svolítið af fugli rétt áður en komið var á hraunið en ákváðum að halda upp á hraunið í von um að þar væri hann þéttari og meira af honum, raunin varð sú að það var ekki fjöður að sjá eftir 2 tíma rúnt um hraunið þannig að við héldum aftur austurfyrir og dunduðum okkur við að reita úr því sem þar var.

Afraksturinn eftri daginn var um 80 stk sem skiptist í 1/3 lunda 1/3 álku 1/3 Langvíu.

Paddan var sjóveik og skilst mér á henni að til sjós ætli hún aldrei aftur og gæti ég best trúað að mér yrði sýndur tangarður ef ég svo mikið sem beygi niður að snarfarahöfn, hún hékk mestan hluta ferðarinnar við lappirnar á mér og hirti ekki einu sinni um að sleikja blóðslettur af plittum og lunningu né heldur leit hún við bringubroddi sem ég henti til hennar þannig að hún hefur greinilega átt um ansi sárt að binda og gæti ég trúað að reykjarsvælan frá Eggerti hafi heldur ekki bætt úr skák.

 Vorum komin í land um 7 leytið með allt úrbeinað og fínt.

 gu 


Veiðipróf

Við Padda fórum í veiðipróf í gær stóðum okkur svo sem ágætlega fengum 2 einkunn sem ég er nú ekki alveg sáttur við eftir að hafa fengið 1 einkunn í fyrsta prófinu í vor.

 Ég er búinn að átta mig á að þessi próf eru í raun ekki til að prófa hundana þeir eru flestir svipaðir heldur er þetta aðalega próf í því hvernig mennirnir standa sig gagnvart hundunum í þjálfun og hversu vel maður nær að tengjast hundinum. 

Ástæðan fyrir því að við fengum ekki 1 einkunn var fyrst og fremst sú að ég gerði helling af mistökum sem urðu til þess að Paddan gerði ekki eins vel og hún í raun og veru getur. 

gu


Málin

Hæ 

Þetta er mín fyrsta bloggfærsla.

 Ég reikna með að röfla helst um það sem ég hef mestan áhuga á en það eru stangveiði, skotveiði og  hundar og kannski eitthvað um sjávarútveg ef ég nenni eða tíkin er hætt að hlusta á mig tala við sjálfan mig. 

gu


« Fyrri síða

Um bloggið

Gísli Unnsteinsson

Höfundur

Gísli Unnsteinsson
Gísli Unnsteinsson

Fæddur til að veiða,

Neyddur til að vinna

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Brimnes RE 27
  • P5190027
  • ...p1010037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband