Er himnaríki niðrí Selvogi ?

Við Eggert bróðir og Nenni frændi áttum dag í Hlíðarvatni í selvogi síðasta miðvikudag.

Við vorum mættir um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn í allveg hreint frábæru veðri og hef ég ekki á öllum þeim 9 eða 10 árum síðan ég byrjaði að stunda vatnið verið þar í jafn góðu veðri, þetta vatn hefur nefnilega þann galla eða kost eftir því hvernig á það er litið, að það er mjög sjaldan logn þarna.

Við Padda höfðum ákveðið það á leiðinni niðureftir að fara ekkert að veiða um kvöldið heldur eyða því í að hnýta flugur og þefa af framandi þúfum í kringum húsið, það hefur nefnilega alltaf reynst mér heldur illa að veiða á kvöldin í Hlíðarvatni.

þegar við vorum búinn að koma okkur fyrir í Árlikshúsinu og gera allt klárt þá einfaldlega stóðst ég ekki mátið vegna veðurs, og ákvað að ég yrði að gera mér að góðu það sem ég átti í boxinu og fara að veiða.

Ég skipaði Pöddunni inn í bíl og tók fjarkan sem konan mín fékk í afmælisgjöf í vetur og rölti niður í Botnavíkina, þegar ég kom fram á grýtta tangan beint niður af húsinu blasti við mér allveg ótrúlega tært vatn lognið var algert og það fyrsta sem ég sá var 3-5 punda bleikja stem styggðist mig og dólaði sér frá landi  og eitthvað út í víkina. Þetta kvöld sá ég að það er tóm della sem sumir segja að bleikjan sé ekki komin inn í víkina svona snemma í maí allavega var hún þarna núna og sá ég margar en þessi stóra var alltaf að koma og kíkja upp á grýtta botnin við tangan en styggðist mig  jafnóðum og forðaði sé út á víkina.

Ég komst að því að Níelsen fjarkinn sem konan mín fékk í afmælisgjöf í vetur er allveg afbragðs verkfæri og á meðan ég var að kasta fyrstu köstunum þá hvalraði að mér að sá sem gaf henni stöngina hafi vitað að þetta var einmitt stöngin sem mig vantar í bleikjuveiðina.  

Ekki tókst mér að setja í fisk á tanganum og ákvað að færa mig út á skollapollana og prufa hvort eitthvað væri að gefa sig þar en skollapollarnir (eða bollarnir er ekki klár á hvort er réttara) eru eithvert allra skemtilegasta veiðisvæði sem ég hef komist í þar má vaða út á grunn sem er ansi víðfemt og síðan getur maður kastað í allar áttir og er möguleiki að setja í fisk þarna allstaðar í pollum sem eru þarna um allt og eins getur maður kastað út á djúpa vatnið í áttina að réttarnesinu.

það var þarna sem mér datt í hug að þessi staður væri ekki allveg þessa heims lognið var algert, maður var stanslaust að sjá fiska allt um kring og maður heyrði hvert einasta murr í fuglunum um allt vatnið en þær andartegundir sem ég sá á vatninu þennan sólarhring sem ég var þarna voru sennilega á annan tuginn auk þess sem ég fékk tvo Himbrima upp aðeins örfáa metra frá mér´en himbrimi er sennileg einn allra fallegasti fugl sem hægt er að sjá í Íslenskri náttúru.

Ég veit ekki hvað klukkan var þegar ég áttaði mig á að ég var í tómum vandræðum með að hitta í gatið á flugunni sem ég ætlaði að setja undir vegna þess hversu dimmt var orðið og ákvað ég þess vegna að hætta og koma mér í hús, Eggert og Nenni komu rétt á eftir mér og höfðu fengið 5-6 fiska einn í kaldósnum og hina í einhverri vík utan við kaldós en ég hafði ekki fengið neitt frekar enn önnur kvöld í hlíðarvatni.

Við vöknuðum um 7 leytið morguninn eftir allveg stálslegnir þrátt fyrir að hafa skálað fyrir aflanum kvöldið áður. Mig langaði í Hlíðareynna en þar voru komnir menn þannig að ég rölti bara aftur niðureftir og var þar fram undir hádegi nú var mun minna að sjá í Botnavíkinni og allt eitthvað líflaust en svoleiðis er þetta stundum í vatninu.

Eftir hádegi þvældumst við hingað og þangað þangað til ég kom á mölina þar byrjaði ég á nokkrum æfingum fyrir pödduna sóttum nokkur dummy í frjálsri leit tókum eitt eða tvö blint og síðan nokkur út í vatn en það hefur verið smá ágreiningur hjá okkur um hvenær hún má sleppa og hrista sig eftir að hún kemur upp úr vatni og vona ég að það leysist fyrir næsta veiðipróf.

Nú fór ég og kastaði á mölinni þar varð ég fljótlega var við fiska en var í tómum vandræðum með línuna þar sem paddan vildi helst synda í hringi í kringum mig á meðan ég var að draga en það er ekkert gott að kasta með labrador hund flæktan í línunni en fljótlega nenti hún ekki að synda lengur og fór að kíkja á þúfur uppi í tóftunum fyrir ofan mölina. Allt í einu setti ég í fisk og landaði fljótlega ca.300 gramma bleikju en á meðan ég dró hana áttaði ég mig á því að þetta var fyrsti fiskurinn sem ég næ að landa í sumar þrátt fyrir að hafa farið 3-4 ferðir í bleikju.

Við enduðum síðan úti í Hlýðarey en þar varð ég ekki var þrátt fyrir að aðrir væru að fá ágætt, Ég hef sennilega aldrei veitt jafn illa í Hlíðarvatni en líklega er þetta skemtilegasta ferðin sem ég hef farið þarna en það gerði veðrið á þriðjudagskvöldinu þetta eru skilyrði sem maður upplifir ekki oft um æfina.

gu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Unnsteinsson

Höfundur

Gísli Unnsteinsson
Gísli Unnsteinsson

Fæddur til að veiða,

Neyddur til að vinna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Brimnes RE 27
  • P5190027
  • ...p1010037

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband