9.11.2007 | 00:15
Smáfiskadráp
Jæja þá er þessu smáfiskadrápi við Nova semlija lokið í bili og við á leiðinni heim verðum á Akureyri 12 nov.
þetta er lélegasti fiskur sem ég hef verið með í að veiða og mér finst að íslenskir útgerðarmenn ættu að sjá sóma sinn í að vera ekki að taka þátt í svona rányrkju eins og stunduð er hérna norðurfrá, vona bara að þessir tittir verði búnir að stækka eitthvað ef við komum hingað aftur næsta haust.
Maður er nú farin að hlakka til að koma heim og hitta fjölskylduna 40 dagar er helvíti langur túr en það má sætta sig við þetta þegar bara er róið einn og einn í frí eins og er hér á þessu skipi.
Vonandi eru einhverjar gæsir enþá eftir á landinu, síðan er það Pólland í villisvín þann 16 og hugsanlega verða einhverjar rjúpur enþá á lífi handa mér í lok nov.
gu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 22:57
Lík í trollið
Það kom fyrir hér á miðunum við Nova semlija um daginn að einn rússinn fékk lík í trollið.
Líkið var nú ekki búið að vera nema 3 daga í sjó og þegar farið var að grennslast um hvaðan maðurinn var kom í ljós að hann var af öðrum rússa á svæðinu.
Maðurinn hafði látið sig flakka fyrir borð og þeir voru ekkert að láta neinn vita heldur héldu bara áfram veiðum. þeir sem fengu líkið voru ekkert með neitt vesen með þetta heldur skelltu honum bara í lestina og létu eins og ekkert hefði í skorist verða ekki í landi fyrr en eftir mánuð.
Þeim er ekki fisjað saman þessum rússum ég er hræddur um að manni brygði ef lík kæmi rúllandi út úr móttökunni innan um þorsk og ýsu sennilega mundi það þíða landstím og áfallahjálp ef þetta gerðist á íslandsmiðum.
gu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 23:32
Komin á frystitogara
Jæja bloggið hefur legið niðri hjá manni undanfarið kannski maður reyni að bæta eitthvað úr því.
Ég er búinn að ráða mig sem vinnslustjóra á frystitogarann Brimnes RE 27 sem er í eigu Brims hf. sama fyrirtæki og ég hef unnið hjá að mestu leyti hjá síðan 1994, þetta er stórglæsilegt skip með öllum bestu nútíma þægindum sem finnast á fiskiskipum nú til dags adsl internettengingu, gerfihnattasjónvarpi og öllu sem til þarf til að menn geti látið sér líða vel í löngum túrum.
Við erum staddir í Barentshafinu núna fórum frá Akureyri 3 okt og erum væntanlegir þangað aftur í kringum 12 nov.
gu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 22:42
Úlfljótsvatn
Gerðum frábæra ferð í úlfljótsvatn fór þangað í gærkvöldi í góðum félagskap
Við veiddum frábærlega 27 bleikjur allt á litlar þungar púpur.
Mér finst vatnið ekki síðra veiðivatn en þingvallavatn enda er þetta sama kuðungableikjan í báðum vötnum þetta var fínn matfiskur hjá okkur mikið um pundbleikjur en nokkrar stærri sáust inn á milli mér fannst skrýtið að fá enga murtu en oft er mikið af henni þarna.
gu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 01:29
Sýning og veiðipróf
Jæja það hefur lítið gerst í veiðum undanfarið aðalega vegna vinnu og þessháttar tímasóunnar en við padda fórum þó á veiðipróf og sýningu hrfí í fossatúni í borgarfirði um síðustu helgi. Veiðiprófið gekk illa og fengum við aðeins 3 einkunn en kannski má segja að það sé allt í lagi miðað við hvað við höfum æft lítið undanfarið. Sýninginn gekk aftur á móti vonum framar og fékk hún 2 einkunn sem er það sem field trial hundur þarf að fá til að eiga séns á veiðimeistaratitli. þessi sýning var mjög skemtileg og var gaman að sjá hvað mörgum gekk vel með veiðihundana á sýningu þegar ekta retriver dómarar dæma. Flestir náðu 2 einkunn og var séstaklega gaman að sjá kolkuós dr Finn fá 2 einkunn á sýningunni og 1 einkunn í veiðiprófinu og ná þar með titlinum að vera íslenskur veiðimeistari og vil ég óska honum og eigandanum Guðmundi Guðmundsyni til hamingju með þennan glæsilega árangur. gu |
gu |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 19:24
Lítið í Stóru
Við Eggert bróðir fórum í Stóru Laxá í hreppum í gær og vorum til hádegis í dag.
Við hvorki fengum né sáum einn einasta fisk og það virðist lítið vera gengið í þá stóru núna.
Á leiðinn heim vorum við heldur fúlir yfir árangrinum og ákváðum að skella okkur niður í þorleifslæk og redda túrnum það tókst ágætlega og fengum við sitthvorn urriðan og sáum nokkra í viðbót þannig að túrnum var reddað.
gu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 22:00
Hlíðarvatnið
Ég fór í Hlíðarvatnið í vikunni gekk sæmilega fékk 6 fiska það er eitthvað rólegra yfir vatninu núna en oft áður sá lítið af fiski.
Ég fékk flestar bleikjurnar á pínu litla púpu nr.14 hnýtt úr samanvöfðu brúnu garni og páffuglsfjöður þetta er það sem virkaði þarna núna, var alltaf með kúluhaus neðst og þessa litlu ca 30 cm ofar á taumnum og það virkaði ágætlega.
Næst á dagskrá er að fara í Stóru Laxá í hreppum svæði 4 næsta fimtudag.
kv.gu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 10:17
Retriver prófið kom vel út.
Jæja okkur tókst að komast í gegnum þetta með 1.einkunn þrátt fyrir gríðarlega erfitt próf.
Prófið fór fram rétt sunnan við Stykkishólm í fínu veðri það var skíkjað og ekki allt of hlýtt.
Ég verð að segja að þetta sé lang erfiðasta próf sem ég hef séð og eins gott að ekki var mikil skipaumferð um svæðið, maður var eiginlega hættur að sjá hundana svo langt þurftu þeir að synda. En svona eftir á að hyggja var það sennilega bara allt í lagi það voru settar upp aðstæður sem maður getur þurft að leysa við skotveiðar á íslandi og þetta sýnir manni bara að það þarf að æfa vel og kenna þessum greyjum sitthvað ef maður ætlar að vera viss um að tapa ekki særðum eða dauðum fuglum sem skotnir eru við erfiðar aðstæður.
Ég vil óska öllum til hamingju sem fengu einkunn í gær og sérstaklega þeim sem fengu heiðursverðlaun Guðna Einarsyni með Skjaldar Tinna IS09090/05 sem besti hundur í BFL, Ingólfi Guðmundsyni með Ben IS08798/05 besti hundur í OFL. og Helgu Björg Hermannsdóttir með Simba IS06468/02 besti hundur í ÚVFL-B
gu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2007 | 16:32
Næsta próf
Jæja nú er næsta próf hjá Pöddunni á morgun hún ætlar upp um flokk og fara í opna flokkinn núna.
það er ekki laust við að það sé komin smá tilhlökkun í mann að sjá hvernig hún plummar sig á morgun hún á að kunna þetta allt bara spurning hvort hún verði í formi og hvort ég haga mér almennilega það er helst að það klikki eitthvað hjá manni sjálfum.
Við erum búinn að æfa sæmilega undanfarið en tökum hvíld í dag hún er nú ekki sátt við það og er búinn að gera mér grein fyrir því að hún vill æfa í dag, en ég held það sé best að hvíla allveg og ég er sá sem ræð þannig að svona verður þetta þrátt fyrir að hún sitji hér við hliðina á mér og tuði um að fá að skreppa út.
gu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 11:56
Sílamávur
Skrapp upp í Úlfljótsvatn í morgun að reyna við bleikju og fékk tvær.
Það vakti athygli mína þegar ég var á leiðinn uppeftir hversu gríðarlega mikið er af sílamáv núna. Ég tók eftir að óræktaða landið fyrir neðan Hveragerði er allt þakið af sílamáv og upp með öllu soginu einhver hundruð fugla í mis stórum hópum.
maður veltir fyrir sér hvort þetta geti farið illa með seiðabúskap í ám og vötnum hér á suðurlandi þetta árið.
Það skilar nú sennilega ekki miklu að skjóta á þetta þó sjálfsagt megi halda þessu frá svæðisbundið með skotveiðum ég drep nokkra aðalega til að nota í hundaþjálfunina en vona svo að brauðmolatilraunin komi vel út.
gu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Unnsteinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar